Veitingastaður Skyrgerðarinnar

Kolagrillað, lífrænt ræktað íslenskt kjöt
Húsnæði Skyrgerðarinnar var byggt 1930 og gegndi þá hlutverki skyrgerðar annars vegar og þinghúss bæjarins hins vegar. Í húsinu er því rík hefð fyrir því að hittast, ræða málin og gera sér glaðan dag. Á þessu er engin breyting nú þegar bæjarbúum og gestum gefst tækifæri á því að njóta girnilegra og góðra veitinga í þessu fallega og sögufræga húsi.

Maturinn er allur eldaður frá grunni á staðnum og notast er við hágæða hráefni úr héraði. Matseðillinn er einfaldur og á góðu verði. Arfleifð gömlu skyrgerðarinnar er svo að sjálfsögðu í hávegum höfð í eldhúsinu og skyr sem við búum til á staðnum er notað á fjölbreyttan og spennandi hátt í matreiðslunni.
Matseðillinn
Boðið er upp á mismunandi matseðla eftir tíma dags, svo maturinn hæfi örugglega tilefninu.
Hádegisseðillinn er í boði frá klukkan 11:30 og þar má finna rétti dagsins og mat í léttari kantinum í bland við rétti sem metta vel út í daginn, svo sem kjötsúpu og plokkfisk.
Kvöldverðarseðillinn er í boði frá klukkan 17:30. Þar leikur grillað, lífrænt kjöt stórt hlutverk auk girnilegra rétta með íslensku sjávarfangi og fjölbreyttra grænmetisrétta.

Drykkir
Barinn opnar á hádegi með frábæru úrvali af víni, handverksbjór og frumlegum drykkjum, meðal annars okkar rómaða skyr-mojito.
Bókaðu á netinu
Panta borð