Umhverfi

Smábæjarsjarmi Hveragerðis er einstakur en þetta litla samfélag hefur löngum verið þekkt fyrir sköpunarkraft íbúa auk þess sem blómarækt og ísgerð setja að sjálfsögðu svip sinn á bæinn.
Einstök náttúrufegurð einkennir svæðið og náttúrperlur Suðurlands eru margar hverjar í seilingarfjarlægð.

Hveragerði
Skyrgerðin er staðsett í hjarta Hveragerðis og skipar því náttúrulegan sess í daglegu lífi íbúa. Allt í kring má finna skemmtilega og áhugaverða staði sem gaman er að skoða. Á hverasvæðinu má til dæmis fræðast um mismunandi tegundir hvera og lystigarðurinn er sjálfsagður viðkomustaður þegar bærinn er heimsóttur.

Velkomin á Suðurlandið
Hveragerði er fullkominn viðkomustaður þegar ferðast er um Suðurlandið og fjölbreytt afþreying er í boði á svæðinu. Útivistarperlan Reykjadalur býður upp á skemmtilegar gönguleiðir, volgar laugar og litrík hverasvæði. Golfvöllurinn í Gufudal er með þeim bestu á landinu og ekki skemmir stórbrotið landslagið fyrir.
Staðsetning