Kaffihús Skyrgerðarinnar

Heimagert hnossgæti
Skyrgerðin hefur verið samkomustaður bæjarbúa og ferðafólks í Hveragerði síðan húsið var
byggt 1930. Þessari hefð er haldið við á kaffihúsi Skyrgerðarinnar þar sem hægt er að gæða
sér á léttum réttum, girnilegum kökum, spennandi drykkjum og auðvitað skyri sem búið er til
á staðnum upp á gamla mátann. Hér getur þú átt notalega stund með vinum og kunningjum.
Matseðill
Matseðillinn á kaffihúsinu er blanda af hádegis- og miðdegisseðli veitingahússins og að sjálfsögðu er alltaf hægt að fá skyr. Við bjóðum meðal annars upp á sívinsælan heimilismat eins og kjötsúpu og plokkfisk auk þess sem við erum með góða valkosti fyrir grænkera.

Drykkir
Við opnum barinn á hádegi og þar er gott úrval af víni, handverksbjór og frumlegum drykkjum. Einn vinsælasti drykkurinn er hinn rómaði skyr-mojito.