Gistihús

Herbergi
Ferðalangar sem hafa heimsótt Hveragerði hafa getað fengið gistingu í Skyrgerðinni síðan um miðja síðustu öld. Þegar gistiheimilið var gert upp var lögð sérstök áhersla á að vernda og viðhalda sjarma og einkennum þessa gamla húss. Húsgögn, innréttingar og litaval í öllum þrettán herbergjum gistiheimilisins miðar allt að því að búa gestum notalegan og hlýlegan næturstað.

Baðherbergi
Bæði er hægt að bóka herbergi með sér baðherbergi og sameiginlegu.

Morgunmatur
Morgunmatur er innfalinn í gistingu. Úrvalið á morgunverðarhlaðborðinu er girnilegt og lögð er sérstök áhersla á að bjóða upp á mat úr héraði. Að sjálfsögðu er okkar eigið skyr einnig í boði.
Bókaðu á netinu
Finna herbergi
Bókaðu á netinu í dag, við bjóðum upp á drykk þegar þú kemur.